Götuþríþraut var frábær viðburður sem fór fram
á Eskifirði fyrstu helgi í júní frá 2010-2018
Götuþríþraut var frábær viðburður sem fór fram á Eskifirði fyrstu helgi í júní frá 2010-2018.
Þetta voru frábær ár, þar sem mikill fjöldi tók þátt, börn og fullorðnir, yngsti keppandi 5 ára og elsti 71 árs. Í mjög mörgum tilfellum voru einhverjir að taka sín allra fyrstu skref í þátttöku í þríþraut. Við vorum líka með þátttakendur sem höfðu aldrei áður tekið þátt í íþróttakeppni, eða æft nokkra íþrótt. Skemmtilegast var þó að fylgjast með börnunum og þegar börn og fullorðnir voru saman í liði og æfðu saman fyrir keppni. Þau voru því mörg gæsahúðaraugnablikin þegar þátttakendur komu í mark og settu persónuleg met. Þetta var skemmtilegt ferli, ótalmargir lögðu hönd á plóginn til að þetta gæti orðið að veruleika öll þessi ár og við þökkum keppendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir allt. En hætta ber leik þá hæst stendur, við þökkum fyrir frábærar móttökur og vonum að allir þeir sem tóku þátt og aðrir, stundi hreyfingu við hæfi og njóti lífsins. |
|
Aðrir styrktaraðilar:
Við þökkum styrktaraðilunum vel fyrir!
Einnig þökkum við öllum sjálfboðaliðum fyrir
óeigingjarnt starf ár eftir ár - hlökkum til samvinnunnar 2019! Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Díönu Mjöll í síma 893-4936.
Götuþríþrautin styrkir uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk á Austurlandi.
|
|