Götuþríþraut á Eskifirði
Börn, unglingar, fullorðnir, vinir, fjölskyldur, áhugafólk sem keppnisfólk, sameinast í Götuþríþraut í keppni og skemmtun.
  • Forsíða
  • Um Götuþríþraut
    • Um Götuþríþraut
    • skraning
    • Reglur og kort
    • Upphafið >
      • Árið 2012
      • Árið 2013
  • Myndir/Úrslit
    • Myndir/Úrslit
    • Methafar
  • Þjónusta
  • English

Árið 2014

Götuþríþrautin var haldin í 5. sinn á Eskifirði laugardaginn 31. maí 2014.  Í tilefni af því bættum við við vegalengd, en núna var líka keppt í olympískri vegalengd, sem er 1500 m. sund, 40 km. hjól og 10 km. hlaup.  Hjólað var frá Eskifirði inn á Reyðarfjörð, í gegnum bæinn og upp að útsýnisstæði við veginn undir Grænafelli og til baka.  Þetta er saklaus hjólaleið en tekur ótrúlega á upp Hólmahálsinn og upp að útsýnisstæðinu, en þar er lúmsk brekka.

Markmið okkar hvert ár er að fjölga keppendur frá fyrra ári og núna skráðu sig 84 til keppni, á móti 63 í fyrra.


Dagurinn var yndislegur, sólin skein og keppendur spenntir að fara af stað.  Keppendur komu allsstaðar að af Austurlandi og einnig lengra að.  Sérstaklega gaman er að taka á móti þeim sem flytja hjólin sín á milli landshluta til að geta verið með.


Börn og fullorðnir tóku þátt og gleðin var númer 1, 2 og 3. Keppt var í Super Sprint 6-13 ára, einstaklings og blönduðum liðum, sprint 14-25 ára og 26 ára og eldri og blönduðum liðum. Í barnaliði má einn fullorðinn taka þátt, en oft reynist þeim yngstu sundið erfitt.

Alls luku 25 börn og ungmenni keppni og 41 fullorðnir.
Barnaliðin voru 10, fullorðinslið 11, 1 keppti í karlaflokki og 1 í kvennaflokki 14-25 ára.  5 konur 25 ára og eldri tóku þátt og 3 karlar.  Markmiðið fyrir næsta ár er að stækka ungmennaflokkinn.

Hér má sjá úrslit Götuþríþrautarinnar

Götuþríþrautin notar ágóðann 2013 til að styrkja Landsmót unglingadeilda björgunarsveitanna, sem haldið verður á Norðfirði þetta árið.

Við verðum aftur með Götuþríþrautina á Eskifirði laugardaginn 31. maí 2014.
Sjáumst vonandi sem flest.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.