Keppnisreglur
Vinsamlegast farið vel yfir öll gögnin, keppandi ber sjálfur ábyrgð á að vera upplýstur!
Almennt:
Keppni byrjar kl. 08:00, húsið (sundlaug Eskifjarðar) opnar kl. 07:15 og þá geta keppendur sótt númeravestin sín og rástíma. Vinsamlegast skoðið hvenær ykkar rástími er og mætið tímanlega á keppnisstað. Við mælum með að ekki sé komið síðar en rúmum hálftíma fyrir keppni á staðinn. Keppandi ber sjálfur ábyrgð á því að vera tilbúin tímanlega, ekki verður beðið með að ræsa ef keppandi er ekki kominn, og ekki víst að hægt sé að koma honum að síðar.
Ekki er leyfilegt að hafa ipod eða aðrar tónlist í eyrum á meðan á keppni stendur, þetta er gert öryggisins vegna.
4 keppendur eru ræstir í einu í sundlauginni og eru 15 mín. á milli ræsinga, það þýðir að það eru 2 sem synda á sömu braut. Vinsamlegast syndið hægra megin á brautinni og virðið það ef annar aðilinn fer fram úr.
Skilja skal vel við dót í búningsklefa þannig að það sé ekki fyrir öðrum keppendum og skulu keppendur taka dótið sitt úr klefanum að keppni lokinni. Gott er að keppendur geymi allt sitt dót í búningsklefa í einni tösku, eða körfu sem er á staðnum. Ef farið er í sund eftir keppni, vinsamlegast afhendið miða sem fylgja í goodie-bag og notið hina búningsklefana.
Keppendur verða að setja keppnisnúmer á sig og setja hjálm á höfuð og festa áður en hjól er tekið úr hjólagrindinni.
Ath. einum forráðamanni barns er heimilt að aðstoða í búningsklefa e. sund og á skiptisvæði.
Forráðamaður má vera sá sami og keppir í öðrum leggjum, sé um liðakeppni að ræða.
Keppendur verða að virða þá reglu að bannað er að hjóla á skiptisvæði, það þýðir að þegar hjálmur hefur verið settur á höfuðið og hjólið tekið úr grindinni, þá þarf að ganga/hlaupa með hjólið að marklínu og eins þegar komið er í mark.
Keppendum ber að virða almennar umferðarreglur. Hægri umferð gildir alltaf. Ath. að engum götum er lokað við keppnina og biðjum við því alla keppendur að fylgjast vel með umferðinni.
Þátttakendur keppa á eigin ábyrgð og börn eru á ábyrgð forráðamanna í keppninni.
Brot á reglum geta varðað brottvísun úr keppni.
Liðakeppni:
Í liðakeppni skal sá sem syndir fara út á skiptisvæðið til þess sem hjólar. Ekki er nauðsynlegt fyrir sundmenn í liðakeppni að klæða sig áður en þeir skipta við hjólreiðamann.
Hjólamaður bíður með að fara í númeravesti og setja á sig hjálminn þar til sundmaður er kominn til hans.
Keppendur verða að setja hjól á hjólreiðarekka eftir að hjólalegg er lokið og síðan taka hjálm af og rétta svo númeravesti til hlaupara sé um liðakeppni að ræða. Starfsmenn veita keppendum aðstoð eftir fremsta megni.
Aðstoðarmanni er heimilit að hlaupa og hjóla með barni, en það er tími barnsins sem gildir.
Vinsamlegast farið vel yfir reglurnar og farið vel yfir þær með börnunum.
Gott að hafa í huga:
Gott er að fara yfir það í huganum hvernig maður ætlar að ganga frá fötunum sínum í klefanum þannig að það taki sem minnstan tíma að klæða sig eftir sundið. Einnig er gott að hafa drykk á hjólinu, sólgleraugu til taks og jafnvel að sletta á sig sólarvörn áður en hjólað er af stað.
Þegar keppendur skila keppnisnúmerum sínum þá fá þeir „góðgætispoka“ og í honum er happadrættismiði, en það er dregið úr happadrættinu þegar allir keppendur hafa lokið keppni.
Verðlaunaafhending fer fram þegar happdrætti eftir keppni er lokið, við sundlaugina.
Allir keppendur fá frítt í sund eftir að þeir hafa lokið keppni. Við biðjum alla að taka dótið sitt úr klefunum sem við notum í keppni og nota almennu klefana ef fara á í sund.
Sundlaugin opnar almenningi kl. 10:00, en Fjarðabyggð lánar okkur alla aðstöðu án endurgjalds, við biðjum keppendur því að leggja sitt að mörkum og ganga eins vel frá eftir sig eftir keppni og hægt er.
Byrjað er að taka tíma þegar keppandi byrjar sundið og tíminn er stoppaður þegar allir þrír leggirnir hafa verið kláraðir. Tíminn sem tekur að skipta um föt, fara á hjól og fara af hjóli er hluti af keppnistíma.
Ekki verður tekinn tími á einstökum greinum eða millitíma.
Munið svo bara að vera með drykk á hjólinu, vera með keppnisfatnað við hæfi, hafa hjól í góðu lagi og keppnisgleðina allsráðandi
Vinsamlegast farið vel yfir öll gögnin, keppandi ber sjálfur ábyrgð á að vera upplýstur!
Almennt:
Keppni byrjar kl. 08:00, húsið (sundlaug Eskifjarðar) opnar kl. 07:15 og þá geta keppendur sótt númeravestin sín og rástíma. Vinsamlegast skoðið hvenær ykkar rástími er og mætið tímanlega á keppnisstað. Við mælum með að ekki sé komið síðar en rúmum hálftíma fyrir keppni á staðinn. Keppandi ber sjálfur ábyrgð á því að vera tilbúin tímanlega, ekki verður beðið með að ræsa ef keppandi er ekki kominn, og ekki víst að hægt sé að koma honum að síðar.
Ekki er leyfilegt að hafa ipod eða aðrar tónlist í eyrum á meðan á keppni stendur, þetta er gert öryggisins vegna.
4 keppendur eru ræstir í einu í sundlauginni og eru 15 mín. á milli ræsinga, það þýðir að það eru 2 sem synda á sömu braut. Vinsamlegast syndið hægra megin á brautinni og virðið það ef annar aðilinn fer fram úr.
Skilja skal vel við dót í búningsklefa þannig að það sé ekki fyrir öðrum keppendum og skulu keppendur taka dótið sitt úr klefanum að keppni lokinni. Gott er að keppendur geymi allt sitt dót í búningsklefa í einni tösku, eða körfu sem er á staðnum. Ef farið er í sund eftir keppni, vinsamlegast afhendið miða sem fylgja í goodie-bag og notið hina búningsklefana.
Keppendur verða að setja keppnisnúmer á sig og setja hjálm á höfuð og festa áður en hjól er tekið úr hjólagrindinni.
Ath. einum forráðamanni barns er heimilt að aðstoða í búningsklefa e. sund og á skiptisvæði.
Forráðamaður má vera sá sami og keppir í öðrum leggjum, sé um liðakeppni að ræða.
Keppendur verða að virða þá reglu að bannað er að hjóla á skiptisvæði, það þýðir að þegar hjálmur hefur verið settur á höfuðið og hjólið tekið úr grindinni, þá þarf að ganga/hlaupa með hjólið að marklínu og eins þegar komið er í mark.
Keppendum ber að virða almennar umferðarreglur. Hægri umferð gildir alltaf. Ath. að engum götum er lokað við keppnina og biðjum við því alla keppendur að fylgjast vel með umferðinni.
Þátttakendur keppa á eigin ábyrgð og börn eru á ábyrgð forráðamanna í keppninni.
Brot á reglum geta varðað brottvísun úr keppni.
Liðakeppni:
Í liðakeppni skal sá sem syndir fara út á skiptisvæðið til þess sem hjólar. Ekki er nauðsynlegt fyrir sundmenn í liðakeppni að klæða sig áður en þeir skipta við hjólreiðamann.
Hjólamaður bíður með að fara í númeravesti og setja á sig hjálminn þar til sundmaður er kominn til hans.
Keppendur verða að setja hjól á hjólreiðarekka eftir að hjólalegg er lokið og síðan taka hjálm af og rétta svo númeravesti til hlaupara sé um liðakeppni að ræða. Starfsmenn veita keppendum aðstoð eftir fremsta megni.
Aðstoðarmanni er heimilit að hlaupa og hjóla með barni, en það er tími barnsins sem gildir.
Vinsamlegast farið vel yfir reglurnar og farið vel yfir þær með börnunum.
Gott að hafa í huga:
Gott er að fara yfir það í huganum hvernig maður ætlar að ganga frá fötunum sínum í klefanum þannig að það taki sem minnstan tíma að klæða sig eftir sundið. Einnig er gott að hafa drykk á hjólinu, sólgleraugu til taks og jafnvel að sletta á sig sólarvörn áður en hjólað er af stað.
Þegar keppendur skila keppnisnúmerum sínum þá fá þeir „góðgætispoka“ og í honum er happadrættismiði, en það er dregið úr happadrættinu þegar allir keppendur hafa lokið keppni.
Verðlaunaafhending fer fram þegar happdrætti eftir keppni er lokið, við sundlaugina.
Allir keppendur fá frítt í sund eftir að þeir hafa lokið keppni. Við biðjum alla að taka dótið sitt úr klefunum sem við notum í keppni og nota almennu klefana ef fara á í sund.
Sundlaugin opnar almenningi kl. 10:00, en Fjarðabyggð lánar okkur alla aðstöðu án endurgjalds, við biðjum keppendur því að leggja sitt að mörkum og ganga eins vel frá eftir sig eftir keppni og hægt er.
Byrjað er að taka tíma þegar keppandi byrjar sundið og tíminn er stoppaður þegar allir þrír leggirnir hafa verið kláraðir. Tíminn sem tekur að skipta um föt, fara á hjól og fara af hjóli er hluti af keppnistíma.
Ekki verður tekinn tími á einstökum greinum eða millitíma.
Munið svo bara að vera með drykk á hjólinu, vera með keppnisfatnað við hæfi, hafa hjól í góðu lagi og keppnisgleðina allsráðandi