SAGAN
Skemmtileg hefð hefur myndast fyrir íþróttakeppni á Eskifirði um sjómannadagshelgina. Keppnin er að mörgu leyti ólík þeim keppnum sem áður voru haldnar, svo sem sjómanni, koddaslag eða og gúmmíbátarallý. Um er að ræða götuþríþraut en hún gengur út á hlaup, hjólreiðar og sund. Díana Mjöll Sveinsdóttir forsprakki Götuþríþrautarinnar segir.
„Mig hafði lengi dreymt um einhvers konar keppni á svæðinu sem myndi sameina alla fjölskylduna við undirbúning og þátttöku. Ég tók svo þátt í þríþraut í London árið 2008 og 2009 og komst að því að þetta væri sú grein sem ég hafði leitað að. Fyrsta götuþríþrautin var svo haldin hér á Eskifirði um sjómannadagshelgina árið 2010,“ segir Díana Mjöll þegar hún er spurð út í tilurð keppninnar.
Fyrir hverja er þríþrautin? „Fyrir alla, fyrir utan börn sem enn eru á leikskólaaldri. Keppt er bæði í barna- og fullorðinsflokki, einstaklings- og liðakeppni. Til barna teljast þeir sem hafa lokið hafa 1.-7. bekk grunnskóla en fullorðnir eru þeir sem hafa lokið 8. bekk og eldri.
Við erum með tvo flokka, annars vegar Super Sprint, sem er barnaflokkur og samanstendur af 400 m sundi, 10 km hjólreiðum og 2,5 km hlaupi. Og hins vegar Sprint sem er fullorðinsflokkur og samanstendur af 750 m sundi, 20 km hjólreiðum og 5 km hlaupi. Í liðakeppni barna má vera einn fullorðinn í liðinu en það er helst sundið sem hefur vafist fyrir þeim allra yngstu. Í liðakeppni fullorðinna mega 2-3 taka þátt.
Framtíðardraumurinn er að bæta við ólympískum vegalengdum en þá er synt 1,5 km, hjólað 40 km og hlaupið 10 km – og í hinum fullkomna heimi yrði synt í sjónum!“
Að sögn Díönu Mjallar hefur þátttakan verið góð, um 50 manns bæði árin. Keppendur hafa verið allt frá vönum „járnkörlum“ (Ironman er þríþraut þar sem synt er 3,8 km, hjólað 180 km og hlaupið maraþon, 42,2 km) niður í börn. Þetta hefur farið fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.
„Á síðasta ári komu 30 sjálfboðaliðar að skipulagningu kringum keppnina. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga fólk á svæðinu sem er tilbúið að taka þátt í þessu með okkur en án þeirra væri þetta ekki hægt og kunnum við þeim öllum miklar þakkir fyrir. Svo langar mig líka að segja að eitt af því skemmtilegasta sem ég hef séð í kringum þessa þríþraut var þegar ég sá föður úti að hlaupa með dóttur sinni í fyrra – en þau voru að undirbúa sig fyrir keppnina. Vonandi sjáum við meira af þessu í ár og í framtíðinni.“
Greinin birtist hér lítið breytt úr Heilsupósti Fjarðaáls
„Mig hafði lengi dreymt um einhvers konar keppni á svæðinu sem myndi sameina alla fjölskylduna við undirbúning og þátttöku. Ég tók svo þátt í þríþraut í London árið 2008 og 2009 og komst að því að þetta væri sú grein sem ég hafði leitað að. Fyrsta götuþríþrautin var svo haldin hér á Eskifirði um sjómannadagshelgina árið 2010,“ segir Díana Mjöll þegar hún er spurð út í tilurð keppninnar.
Fyrir hverja er þríþrautin? „Fyrir alla, fyrir utan börn sem enn eru á leikskólaaldri. Keppt er bæði í barna- og fullorðinsflokki, einstaklings- og liðakeppni. Til barna teljast þeir sem hafa lokið hafa 1.-7. bekk grunnskóla en fullorðnir eru þeir sem hafa lokið 8. bekk og eldri.
Við erum með tvo flokka, annars vegar Super Sprint, sem er barnaflokkur og samanstendur af 400 m sundi, 10 km hjólreiðum og 2,5 km hlaupi. Og hins vegar Sprint sem er fullorðinsflokkur og samanstendur af 750 m sundi, 20 km hjólreiðum og 5 km hlaupi. Í liðakeppni barna má vera einn fullorðinn í liðinu en það er helst sundið sem hefur vafist fyrir þeim allra yngstu. Í liðakeppni fullorðinna mega 2-3 taka þátt.
Framtíðardraumurinn er að bæta við ólympískum vegalengdum en þá er synt 1,5 km, hjólað 40 km og hlaupið 10 km – og í hinum fullkomna heimi yrði synt í sjónum!“
Að sögn Díönu Mjallar hefur þátttakan verið góð, um 50 manns bæði árin. Keppendur hafa verið allt frá vönum „járnkörlum“ (Ironman er þríþraut þar sem synt er 3,8 km, hjólað 180 km og hlaupið maraþon, 42,2 km) niður í börn. Þetta hefur farið fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.
„Á síðasta ári komu 30 sjálfboðaliðar að skipulagningu kringum keppnina. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga fólk á svæðinu sem er tilbúið að taka þátt í þessu með okkur en án þeirra væri þetta ekki hægt og kunnum við þeim öllum miklar þakkir fyrir. Svo langar mig líka að segja að eitt af því skemmtilegasta sem ég hef séð í kringum þessa þríþraut var þegar ég sá föður úti að hlaupa með dóttur sinni í fyrra – en þau voru að undirbúa sig fyrir keppnina. Vonandi sjáum við meira af þessu í ár og í framtíðinni.“
Greinin birtist hér lítið breytt úr Heilsupósti Fjarðaáls